Flytjendur

Foo Fighters

Foo Fighters er bandarísk rokkhljómsveit sem var stofnuð árið 1994 í Seattle. Hún var stofnuð af trommaranum úr Nirvana, Dave Grohl, sem eins manns verkefni eftir dauða Kurt Cobain. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Dave Grohl, Nate Mendel, Pat Smear, Taylor Hawkins, Chris Shiflett og Rami Jaffee. Árið 2015 höfðu þeir selt 12 milljón albúm í Bandaríkjunum.

Lög

  • The Pretender
  • Everlong
  • Learn to Fly
  • Best of You
  • These Days

Arctic Monkeys

Arctic Monkeys er ensk rokkhljómsveit sem var stofnuð í Sheffield árið 2002. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Alex Turner, Matt Helders, Jamie Cook og Nick O'Malley.

Lög

  • Do I Wanna Know
  • Fluorescent Adolescent
  • Crying Lightning
  • Riot Van
  • A Certain Romance

Pink Floyd

Pink Floyd var ensk rokkhljómsveit sem var stofnuð í London árið 1965. Hljómsveitin varð þekkt alþjóðlega fyrir progressive og psychedelic tónlist. Þeir voru þekktir fyrir heimspekilegan texta, sonic tilraunir og flottar sýningar. Þetta er ein þekktasta hljómsveit í popptónlistar sögu. Meðlimir hljómsveitarinnar voru Nick Mason, Roger Waters, Richard Wright, Syd Barrett og David Gilmour.

Lög

  • Comfortably Numb
  • Wish You Were Here
  • Time
  • Shine On You Crazy Diamond
  • Another Brick In The Wall

Sabaton

Sabaton er sænsk power metal hljómsveit frá Falun, hún var stofnuð árið 1999. Mest allur textinn í lögunum þeirra er um stríð, sögulegar orrustur og hetjudáðir. Nafnið á hljómsveitinni er dregið frá nafninu á brynvörðum skóm riddara, sabaton. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Joakim Brodén, Pär Sundström, Chris Rörland, Hannes van Dahl og Tommy Johansson.

Lög

  • Primo Victoria
  • Ghost Division
  • Hearts of Iron
  • Resist and Bite
  • Night Witches